Húnar á Tröllakirkju

Í blíðunni síðastliðinn laugardag fóru nokkrir félagar úr björgunarsveitinni Húnum ásamt öðrum góðum ferðafélögum vestur á Holtavöruheiði og var fyrsta verkefnið að komast upp á Tröllakirkju og sinna viðhaldi á VHF endurvarpa björgunarsveitanna. Hann er staðsettur á toppi fjallsins (1.001 m.y.s.) og hafði verið bilaður um nokkurn tíma.

Á heimasíðu Húna segir  en ekki hafi viðrað þar til nú til að sinna viðhaldi á endurvarpanum en vel gekk að koma honum í lag og prófanir gáfu til kynna að hann virkar jafnvel og áður.

Hægt er að sjá myndir úr leiðangrinum HÉR

Fleiri fréttir