Húnaþing selur veiðileyfi á rjúpnalendur sínar sem fyrr

Stofnstærð rjúpunnar er talin mjög breytileg, frá 50 þúsund til 200 þúsund pör á sumrin en allt að 1 milljón fuglar að vetri. Á WikiPedia stendur að rjúpnastofninn sé sveiflóttur og um tíu ár hafa liðið á milli toppa, þessar sveiflur eru taldar vera náttúrulegar og að skotveiðar stjórni þeim ekki. Mynd af hunathing.is.
Stofnstærð rjúpunnar er talin mjög breytileg, frá 50 þúsund til 200 þúsund pör á sumrin en allt að 1 milljón fuglar að vetri. Á WikiPedia stendur að rjúpnastofninn sé sveiflóttur og um tíu ár hafa liðið á milli toppa, þessar sveiflur eru taldar vera náttúrulegar og að skotveiðar stjórni þeim ekki. Mynd af hunathing.is.

Rjúpnaveiðitímabilið hefst þann 1. nóvember nk. og stendur til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur fram að enn sé í gildi sölubann á rjúpum og óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Húnaþings vestra hefur gefið út reglur og fyrirkomulag rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagsins og selur veiðileyfi líkt og undanfarin ár.

Veiðimönnum með gilt veiðikort, útgefið af Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar, stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagsins. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að um tvennskonar leyfi sé að ræða sem gefin verða út á jafnmörg svæði. 

Svæðin eru:
 1. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Víðidalstunguheiði ásamt jörðunum Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi  og eignarhlut Húnaþings vestra í Öxnatungu.  Sjá kort HÉR.

  2. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru. Sjá kort HÉR.

Á hunathing.is segir að þess sé vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem á síðunni er kynnt og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að takmörkuðum gæðum eins og rjúpnaveiði.

Sjá nánar HÉR

Fleiri fréttir