Húnavaka 2012 hófst formlega í gærkvöldi

Húnavaka 2012 var sett með formlegum hætti í gærkvöldi við Hafíssetrið en það var Ágúst Þór Bragason, forseti bæjarstjórnar, sem það gerði. Að því loknu voru Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar afhent en að þessu sinni var Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi verðlaunuð fyrir snyrtilegt umhverfi og Hlíðarbraut 19 fyrir fegursta garðinn en þar búa Njáll Runólfsson, Ásta Þórisdóttir og synir.

Á Húna.is segir að eftir verðlaunaafhendingu lokinni var slegið upp heljarinnar grillveislu í Aðalgötunni þar sem bæjarbúar komu með grillkjöt að heiman en grillin voru á staðnum. Þá voru bæjarbúar hvattir til að mæta með eftirrétti á stórt eftirréttarborð þar sem allir viðstaddir gátu fengið sér að borða og var góð mæting en hátt í 200 manns mættu í grillveisluna og var stemningin góð. Eftir grillveisluna gátu börnin skemmt sér í ýmsum leikjum við Hafíssetrið.

Hægt er að sjá myndir á Húni.is

Fleiri fréttir