Húnavatnshreppur kemur til móts við íbúa
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
13.11.2008
kl. 08.53
Á hreppsnefndarfundi í Húnavatnshrepp í vikunni var samþykkt að halda breytingum á gjaldskrám í lágmarki auk þess sem athuga á möguleika á því að mötuneytiskostnaður í Húnavallaskóla verið alfarið greiddur af sveitarfélaginu á vorönn 2009.
Þá var á sama fundi rætt um hækun á styrk til framhaldsskólanema með lögheimili í sveitarfélaginu.