Húnvetningar syðra spila lomber

Í kvöld verður haldið lomberkvöld í Húnabúð, Skeifunni 11, á vegum Húnvetningafélagsins. Hefst það kl 19:00. Byrjendur fá kennslu og æfingu hjá vönum spilurum. Allir eru hvattir til að mæta og viðhalda þessari spilamennsku úr heimahéraði. Sveitungar að norðan og aðrir gestir eru boðnir velkomnir.

Lomber er spil sem þekkt er allt frá 14. öld. Munu Húnvetningar um aldir hafa verið miklir lomberspilarar og riðu þeir t.a.m. fyrrum Arnarvatnsheiði á ís um vetur til að spila við vini í Borgarfirði.

Fleiri fréttir