Húnvetnska liðakeppnin 2015

Komin er tillaga að dagssetningum móta í Húnvetnsku liðakeppninni 2015. Ef gerðar verða breytingar þar á verða þær tilkynntar á almennum félagsfundi hestamannafélagsins Þyts í byrjun nóvember. Dagsetningar eru eftirfarandi:

14. febrúar: smali
27. febrúar: fjórgangur
20. mars: fimmgangur
17. apríl: tölt (og skeið)

Það er ýmislegt fleira framundan hjá félaginu því fyrirhugað er að halda uppskeruhátíð í 1. nóvember. Þá hefur fræðslunefnd félagsins hug á að gangast fyrir námskeiði í frumtamningum og verður það haldið annað hvort í nóvember eða janúar. Leiðbeinandi verður Ísólfur Líndal Þórisson. Á vef Þyts eru áhugasamir beðnir um að láta vita af sér fyrir 20 október.

 

Fleiri fréttir