Hver er staða íþróttaiðkunnar á Blönduósi?
Hver er staða íþróttaiðkunnar á Blönduósi?
Skemmtileg frétt af heimasíðu fjöliðlavals Grunnskólans á Blönduósi. -Margir unglingar á Blönduósi er orðnir langþreyttir á að fá ekki fótboltaæfingar og hringdi því fjölmiðlaval í Völu Gísladóttur sem situr í stjórn knattspyrnudeildar Hvatar.
Þegar við hringdum sagði Vala að þetta væri allt í vinnslu, t.d. væri fundur í dag 9. október, hún vildi ekki gefa upp neitt meira. Við ræddum líka við formann Hvatar Þórhöllu Guðbjartsdóttur og sagði hún okkur að við ættum bara að bíða róleg, þetta væri greinilega allt í vinnslu. Íþróttaskólinn er samt byrjaður og er hann fyrir 1. - 4. bekk og sjá þjálfarar eða íþróttakennarar um það, líka íþróttafræðinemar. Íþróttaskólinn byrjaði á miðvikudaginn 1. október í síðustu viku.
Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir
Heimasíðu fjölmiðlavalsins má sjá hér