Hvetur til rafrænna samskipta

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hvetur viðskiptavini sína til að nýta sér rafræn samskipti. Í tilkynningu frá embættinu segir:

Minnum á að www.island.is og www.syslumenn.is eru alltaf aðgengilegar. Hvetjum viðskiptavini til að nota sér rafrænar þjónustuleiðir í samskiptum, svo sem að senda fyrirspurnir í tölvupósti á nordurlandvestra@syslumenn.is eða innheimta@syslumenn.is . Síminn hjá okkur er 458-2500 þar er svarað kl. 9.00 - 15.00.  

Á heimasíðunni www.syslumenn.is eru ýmsar upplýsingar um starfsemina og þar er hægt að nálgast ýmis umsóknareyðublöð bæði á rafrænu - og pappírs formi. Þar eru einnig svör við ýmsum algengum spurningum. Með þessu móti má fækka heimsóknum og minnka þar með áhættu á dreifingu smits. Sömuleiðis má fækka komum með því að senda erindi í pósti s.s. þinglýsingaskjöl og önnur erindi sem ekki þarf að mæta með í eigin persónu.

Bendum á Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19 frá Landlækni.

 /Frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir