Inngangur að neyðarvörnum - námskeið

Miðvikudaginn 17. janúar nk. mun Rauði krossinn í Skagafirði standa fyrir námskeiðinu Inngangur að neyðarvörnum.  

Um er að ræða almenna kynningu á neyðarvörnum Rauða krossins s.s. opnun fjöldahjálparstöðva, aðgerðar- og boðunargrunnum og öðrum björgum. Í lokin verður stutt skrifborðsæfing og umræður. 

Námskeiðið er ókeypis fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér sjálfboðið starf í neyðarvarnarkerfi Rauða krossins og þeir sem vilja  geta skráð sig sem sjálfboðaliða á fundinum.  

Námskeiðið verður í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki frá 18:00-21:00 og er léttur kvöldverður innifalinn.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir