Ísaumur á Skagaströnd
Hjá fyrirtækinu Ísaumi á Skagasrönd er hægt að fá mikið úrval af sérmerktum vörum þar sem merkingar eru saumaðar í vörur eftir ósk kaupenda.
Fyrirtækið Ísaumur er staðsett á Steinnýjarstöðum sem er rétt utan við Skagaströnd. og var stofnað á haustdögum 2007. Á Steinnýjarstöðum er einnig rekið 40 kúa bú ásamt nokkrum rollum og hestum.
Allar nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast á slóðinni www.isaumur.is

