Íslensk hönnun á Lífsins gæði og gleði
Fögur fljóð mátti sjá á sviði atvinnulífssýningarinnar Lífsins gæði og gleði í gær en þá var haldin tískusýning á vegum Gestastofu sútarans. Þar var sýnd íslensk hönnun frá Arfleið, sem eru unnar úr hráefnum frá Sjávarleðri, en fyrirsæturnar báru einnig skart frá Sign.
Ágústa Arnardóttir er hönnuðurinn á bak við Arfleifð en hún nam hönnun í Mílanó á Ítalíu. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá þá glæsilega kjóla og fylgihluti sem hún hefur hannað. Þar má einnig sjá skartið sem Sigurður Ingi Bjarnason hannar undir merkjum Signs.