Jafntefli á Akureyri

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli tók á móti liði KV á Akureyrarvelli síðastliðinn laugardag. Leikmenn KV komust fljótt á skrið í leiknum og á 4. mínútu leiksins skoraði Brynjar Orri Bjarnason fyrsta markið í leiknum fyrir KV.

KV hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik og á 44. mínútu bætti Magnús Bernhard Gíslason við öðru marki og staðan í hálfeik 0-2 fyrir KV. Stólarnir komust á betra skrið í seinni hálfleik og á 69. mínútu skoraði Mark C. Magee fyrsta mark Stólanna í leiknum. Á lokamínútum leiksins bætti svo Loftur Páll Eiríksson við öðru marki fyrir Stólana og lokatölur leiksins 2-2.

Næsti leikur hjá Stólunum verður föstudaginn 23. maí á Schenkervellinum. Þar mæta strákarnir liði Hauka og hefst leikurinn kl. 20:00.

Áfram Tindastóll!

Fleiri fréttir