Jafntefli á Blönduósvelli í gærkvöldi

Kormákur/Hvöt tók á móti liði Léttis á Blönduósvelli í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill. Ari Viðarsson leikmaður Léttis fékk að líta gula spjaldið á 31. mínútu og tveimur mínútum síðar kom fyrsta mark leiksins þegar Viggó Pétur Pétursson kom Létti yfir 0-1.

Í seinni hálfleik fengu Kormákur/Hvöt víti á 68. mínútu og skoraði Arnar Ingi Invarsson örugglega og jafnaði stöðuna í leiknum, lokatölur 1-1. Sigþór Snorrason leikmaður Léttis og Hámundur Örn Helgason leikmaður Kormáks/Hvatar fengu báðir að líta gula spjaldið á síðustu mínútum leiksins.

Kormákur/Hvöt er í 4. sæti riðilsins með 13 stig eftir 8 leiki. Léttir er í 3. sæti með 13 stig eftir 8 leiki.

Næsti leikur Kormáks/Hvatar er laugardaginn 26. júlí, en þá taka strákarnir á móti Afríku á Hvammstangavelli kl. 17:00.

Fleiri fréttir