Jóga fyrir alla, er það ekki málið??
Fyrir nokkrum árum var Fröken Fabjúlöss andlega sinnaður leiklistarnemi í hinni stóru Ameríku með nefið á bólakafi í jóga. Síðan eru liðin nokkur ár, börn og bura (hvað sem það nú er?) og hefur dívan horft upp á jógadínuna rykfalla úti í horni og kílóin hrannast upp.
En nú hefur Frökenin sagt stopp, og ákveðið að jógaiðkun muni verða partur af hennar rútínu aftur. Svo skemmtilega vildi til að svona sirka á sama tíma og Frökenin tók þessa ákvörðun spæjaði hún það að Skagfirðingurinn, ofurkonan og skólasystir Fröken Fabjúlösar hún Sólveig Þórarinsdóttir væri að gefa út Jógabókina "Jóga fyrir alla, grunnbók um jóga – heitt & hefðbundið" . Mikið sem þessar fréttir hlýja okkur hérna í heimshorni Fabjúlössmans, þar sem Frökenin veit upp á hár að Sólveig er ein af þeim sem gerir hlutina annaðhvort algjörlega 100% eða sleppir þeim, og þessvegna grunar Fab að jógarit þetta komi til með að vera ágætis kandídat í stöðuna "jógabiblía Íslands"!
Sólveig býr yfir mikilli þekkingu á jóga og í þessari bók mun hún ausa úr sínum viskubrunni um fræðin. Myndir af hatha jógastöðum, umfjöllun um heitt jóga, nákvæmar lýsingar á stöðunum og ráðleggingar og svo önnur afbrigði af stöðunum fyrir bæði lengra komna og svo þá sem eru með skertann styrk eða sveigjanleika er eitthvað sem hægt verður að finna í þessari bók.
Jógaiðkun eykur líkamlegann liðleika eins og augljóslega má sjá á þessari mynd
Heimaiðkun og það hversu auðvelt er að iðka jóga hvar og hvenær sem er, er eitt af því sem heillar Fabjúlöss alltaf við jóga, og er hún með það á kristaltæru að bókin hennar Sólveigar mun vera stórkostleg hjálp í jógaiðkun Fabjúlössar í framtíðinni! Bókin mun detta brakandi fersk í hillur verslana um eða uppúr helgi, og höfum við hérna í líkamsræktardeild Fabjúlössmans það eftir öruggum heimildum að Skagfirðingabúð verði ein af sölustöðum bókarinnar!
Við hérna í heimsveldi Fab erum stolt af Sólveigu og óskum henni til hamingju með nýju bókina sína!
Hægt er að fylgjast með þessu öllu saman á feisbúkksíðunni Sólir og á solir.is