Jóhann Björn og Ísak Óli í hörkukeppni á Smáþjóðaleikunum

Í dag keppa þeir félagar Jóhann Björn og Ísak Óli í 200 m sprett og 110 m hindrunarhlaupi. Mynd: Tindastóll.is
Í dag keppa þeir félagar Jóhann Björn og Ísak Óli í 200 m sprett og 110 m hindrunarhlaupi. Mynd: Tindastóll.is

Skagfirðingarnir Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Ísak Óli Traustason kepptu í sínum greinum í gær á öðrum keppnisdegi Smáþjóðaleikanna sem fram fara þessa dagana Svartfjallalandi. Jóhann endaði í 5. sæti í 100 metra hlaupi og Ísak  Óli í því  4. í langstökki.

Íslendingar áttu tólf keppendur á þessum fyrsta keppnisdegi og hlutu þau ein gullverðlaun, þrjú silfur og eitt brons, sjá HÉR 

Í 100 metra hlaupi karla varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson fjórði í fyrri undanriðli á 11,14 sekúndum. Sá tími kom honum í úrslitahlaupið þar sem hann hafnaði í fimmta sæti á 11,05 sekúndum. Aðstæður í úrslitahlaupunum hefðu getað verið betri. Það var rigning og léttur mótvindur. Í karlahlaupinu þurfti að ræsa keppendur þrisvar.

Í langstökki kepptu Ísak Óli Traustason og Kristinn Torfason. Ísak Óli stökk 7,01 og endaði í fjórða sæti. Kristinn Torfason átti í erfiðleikum með atrennuna sína en endaði samt sem áður fimmti með 6,79 metra stökk.

Kýpur og Lúxemborg leiða í heildarverðlaunum eftir fyrsta dag í frjálsíþróttakeppninni með átta verðlaun hvor. Ísland er í fjórða sæti með sex verðlaun alls, eitt gull, þrjú silfur og tvö brons.

Í dag keppir Ísak Óli í 110m grindahlaupi og Jóhann Björn í 200 m spretthlaupi. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu leikanna HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir