Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi í Miðgarði

Stórsöngvararnir Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi ásamt fjölda skagfirskra söngvara og hljóðfæraleikara munu koma fram á Sönglögum í Sæluviku sem fram fer í Menningarhúsunu Miðgarði föstudaginn 29. apríl nk.

-Það verður vel í lagt að þessu sinni þar sem um 20 manns koma að herlegheitunum, segir Stéfán Gíslason einn forsvarsmaður tónleikanna í samtali viðFeyki. -Sönglög í Sæluviku er orðin árlegur viðburður og er alltaf að festa betur rætur í menningu héraðsins. Nú að þessu sinni fáum við einfaldlega tvo fremstu dægurlagasöngvara landsins af yngri kynslóðinni til að syngja saman í fyrsta skipti opinberlega og með okkar frábæra tónlistarfólki, segir Stéfán. Öllum þeim er á hlýddu, er í fersku minni heimsókn Eyþórs Inga í fyrra, en eigum við von á svipaðri dagskrá?

-Ég held ég megi segja að í ár verði hún af lífi og sál í bókstaflegri merkingu, segir Stéfán leyndardómsfullur á svip en gefur ekkert meira út á það að svo stöddu. En verður forsala? -Já það er ákveðið og þeir sem vilja tryggja sér miða geta það í Ábæ, KS Varmahlíð og KS Hofsósi og  hefst forsalan þann 25. mars, segir Stéfán að lokum. Feykir mælir með því að fólk taki daginn frá og upplifi þennan magnaða viðburð.

Fleiri fréttir