Jól og áramót verða rauð eða flekkótt samkvæmt Dalbæingum

Fyrir viku, eða þriðjudaginn 3. desember, komu saman til fundar átta spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ og hófst fundur að venju  kl 14. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir ánægðir með hvernig spáin gekk eftir.

Tunglið sem er ríkjandi fyrir desember kviknaði 26. nóvember í suðverstri. Jólatunglið kviknar ekki fyrr en 26. desember, annan í jólum í austri kl 05:13. Samkvæmt spámönnum verður desember svipaður og nóvember, þó dálítið kaldari og áttir breytilegar. Jól og áramót verða rauð eða flekkótt. „Ekki myndum við þó verða mikið hissa þó það kæmi eins og eitt skot í desember,“ segja spámenn og það fá landsmenn að öllum líkindum að upplifa næsta sólarhringinn. Veðurklúbburinn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og veðurvísa fylgir með:

Þótt desember sé dimmur
þá dýrðleg á hann jól.
Með honum endar árið
og aftur hækkar sól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir