Jólaföndur í Höfðaskóla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
27.11.2008
kl. 09.18
Þann 29. nóvember verður árlegur jólaföndurdagur foreldrafélags Höfáskóla. Daginn þann kemur öll fjölskyldan saman og föndrar sér til ánægju og yndisauka.
Jólaföndrið er öllum opið og er krakkarnir hvött til þess að bjóða líka ömmu og afa að vera með. Sama dag er piparkökubakstur í leikskólanum. Fjörið stendur frá kl. 13:00 – 16:00. Foreldrafélagið verður með ýmiskonar jólaföndurvörur til sölu og einnig verður selt kaffi og kökudiskur. Mjög gott er að hafa í huga að koma með skæri, límstifti, föndurliti, pennsla og nál ef fólk á.