Jólahátíð Tónadans í dag

Ungir jassballettnemendur Tónadans. Mynd af Facebooksíðu skólans.
Ungir jassballettnemendur Tónadans. Mynd af Facebooksíðu skólans.

Jólahátíð Tónadans verður haldin mánudaginn 2.desember  kl. 17:00 í Miðgarði. Þar koma fram nemendur Tónadans sem stundað hafa nám á haustönn. Sérstakir gestir eru strengjanemendur frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.

Hjá Tónadansi stunda milli 80 og 90 nemendur nám í jassballet /freestyle, barna og unglingakórum, bjöllukór, strengjaleik og tónadansnámskeiðum.  Líf og fjör er alla daga vikunnar og hefur Tónadans reynt að hafa kennslu sem víðast um Skagafjörð.

Kennarar við Tónadans í ár eru danskennararnir Ólöf Ólafsdóttir og Ragndís Hilmarsdóttir og tónlistarkennarinn Kristín Halla Bergsdóttir og munu þær stjórna hópum sínum á hátíðinni. Thomas Higgerson leikur undir á píanó hjá tónlistarnemum. 

Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. 

Tónadans óskar nemendum sínum, foreldrum þeirra og öllum öðrum gleðilegra jóla með þökk fyrir samstarfið á haustönninni.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir