Jólaljósin tendruð á morgun

Blönduósingar ætla að kveikja á jólatré sínu á morgun miðvikudag klukkan 17:30. Jólatréð er að venju gjöf frá vinabæ Blönduós Moss í Noregi.

Í tilefni dagsins ætla bæjarbúar að koma saman, syngja jólalög og einnig er von á nokkrum jólasveinum. Það er því um að gera að taka stundina frá og taka á móti jólagleðinni á kirkjuhólnum á morgun.

Fleiri fréttir