JólaMAC 2014!

Hvar skal byrja- hvar skal byrja??
Með hverju árinu verður jólacollectionið frá MAC fegurra og veglegra, og Frökenin er við það að taka mjög dimmar ákvarðanir í lífinu til að eiga fyrir allri línunni!! Fabjúlöss áskotnuðust 2 hlutir úr línunni þetta árið (og þakkar Maríu hjá Artica dásamlega fyrir sig!): Varaglossinn Courting Chic og svo pressaða pigmentið Regal Affair og fannst Fab ekki úr vegi að byrja á að ræða það aðeins!

Courting Chic:

Eins og einhver hefði tekið fallegustu jólakúluna á trénu og búið til gloss úr henni!!! Þessi dumbrauða hásanseraða dásemd er svo yndisfögur á vörunum, og var Frökenin ekki lengi að finna það út að með því að setja hárauðann varablýant undir verður glossinn ennþá fallegri!

Courting Chic Courting Chic

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Regal Affair:

Þar sem þetta er pressað pigment og hvítt í þokkabót, þá gerði Frökenin strax ráð fyrir því að liturinn yrði svolítið gegnsær og nánast eiginlega bara sansering, sem hann er. En mikið svakalega sem þetta er fallegur litur, nánast eins og einhver hafi borið demanta á augnlokið! En svo heyrði Frökenin því einnig hvíslað að þar sem þetta er pressed pigment, þá væri snilld að nota aðeins blautann bursta til að ná fram alveg undursamlega þéttri og fallegri áferð! Þannig að þessi er alveg brilljant til að nota ofan á aðra liti til að ná fram smá glimmeráferð, lýsa þá aðeins upp og fá sanseringu en svo er hann þéttur, sterkur og dásamlega edgy með því að bleyta burstann og bera svo á augnlokið!

Regal Affair pressed pigment! Regal Affair pressed pigment!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svona almennt að collectioninu!
Það skiptist í 4 hluta: Object of Affection, Heirloom Mix, Keepsakes og Viva Glam by Rihanna.

Heirloom Mix:

Svona við fyrstu sýn virðist Fröken Fabjúlöss Heirloom Mix samanstanda af því sem hægt er að fjárfesta í í stöku: Varagloss, pressaðar pigmentir, naglalökk, varalitir, glimmer og svo mætti lengi telja! Hér að neðan má finna gallerý yfir Heirloom!

Keepsakes:

Keepsakes samanstendur af pallettum og gjafabuddum. Burstar, augnskuggar, varalitir og annað gotterý! Frökenin er gjörsamlega algjörlega heilluð af hönnuninni á jólalínu MAC þetta árið, ótrúlega fallegur og rómantískur blær umvafinn glimmeri minnir mikið á Victoriutímabilið. Hér fyrir neðan sjáum við hvað Keepsakes hefur upp á að bjóða

Objects of Affection:

Hérna eru svo gjafaöskjur með öllum pigmentunum og glossunum sem línan bíður uppá! Fröken Fabjúlöss er alin upp við það að það er ljótt að gera upp á milli, og þessvegna langar hana sárlega í allt sem Objects of Affetion hefur uppá að bjóða!

Viva Glam by Rihanna:

Síðast en langt frá því að vera síst er svo Viva Glam með Rihönnu í broddi fylkingar að kynna fyrir okkur jólaglaðning. MAC gerði sér lítið fyrir og tók 6 vinsælustu Viva Glam varalitina síðust árin og settu saman í varalitapallettu sem Fröken Fabjúlöss kennir um andvökunætur liðinnar viku, ásamt sanseraða brúntóna litnum frá Rihönnu! Jólagjafabudda Viva Glam er sko á óskalistanum þessi jólin!

Og nú hefur Fröken Fabjúlöss farið snögglega með ykkur yfir jólalínu MAC 2014, og þorir hreinlega að fullyrða það að það sé ekkert í þessari línu sem er ekki bæði gordjöss, fabjúlöss og sérstaklega vel til þess fallið að missa svefn af þrá eftir því!

Við hérna í heimshorni Fabjúlössmans sendum ykkur svo skipsfarma af glimmeri og gommu af kærleika!

Fleiri fréttir