Jólamarkaður og kveikt á jólatrénu

 Það verður mikið um að vera á Hvammstanga á morgun. Fjörið byrjar um klukkan tvö með jólamarkaði í Félagsheimilinu þar sem boðið verður upp á handverk og fleira. Klukkan 16 verður síðan kveikt á jólatrénu og er gert ráð fyrir jólasveinum auk þess sem skólakórinn mun leiða sönginn.

Helstu verslanir og kaffihús verða opin í tilefni dagsins er jólamarkaðurinn markar upphaf hátíðarhalda í Húnaþingi vestra

Fleiri fréttir