Jólasveinar á slökkvibíl
Það eru ýmis verkefni sem koma inn á borð slökkviliðsins í Húnaþingi vestra en um daginn komu þar við tveir sveinar í vandræðum sem áttu að mæta á jólatrésskemmtun við félagsheimilið á Hvammstanga en vantaði fararskjóta og vegaleiðsögn. Að sjálfsögðu var brugðist við með ánægju og tekinn smá aukarúntur um staðinn.
Slökkviliðið fór með sveinkana að sjálfsögðu á slökkvibíl og eins og jólasveina er siður komu þeir að félagsheimilinu svo eftir var tekið, með blikkandi ljósum og látum eins jólasveinum einum er lagið!
-Af einskærri góðmennsku sem við erum auðvitað þekktir fyrir skutluðum við þeim til baka þegar skildustörfum þeirra við jólatréð var lokið, segir á heimasíðu slökkviliðsins þaðan sem myndin er tekin.