Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður
19.12.2018
kl. 12.13
Í kvöld halda nemendur Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi sína árlegu Jólavöku. Verður hún haldin í Félagasheimilinu Höfðaborg og hefst kl. 20:30.
Dagskrá jólvökunnar er á hátíðlegu nótunum og flytja nemendur skólans fjölbreytt skemmtiatriði. Hátíðarræðu kvöldsins flytur fyrrum nemandi skólans, Ríkey Þöll Jóhannesdóttir á Brúnastöðum í Fljótum og aðalsöngvari kvöldsins kemur frá Sauðárkróki en það er hinn ungi og bráðefnilegi Róbert Smári Gunnarsson.
Jólavakan á Hofsósi á sér langa sögu og er í hugum margra fyrir löngu orðinn að ómissandi atburði í aðdraganda jólanna enda alltaf sérstaklega hátíðleg og indæl stund.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.