Jón í 1.-3. sæti.
Jón Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og hyggst stefna að því að skipa 1.-3. sæti á lista flokksins.
Jón er búsettur í Skagafirði, er verkfræðingur að mennt og starfar hjá Vegagerðinni. Hann hefur um árabil starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gengt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Jón er formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og á einnig sæti í miðstjórn flokksins.