feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
13.07.2010
kl. 10.58
Töluvert hefur verið unnið að rannsóknum og minjavörslu á Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði.Má þar nefna varðveislu á Hindisvíkurbátsins sem notaður var til sela- og hrognkelsaveiðar. Þar vann Stefán Þórhallsson gott verk, fyllti upp í gliðnunarsprungur með kítti ofl. skipti um sauma, málaði ofl. Að lokum flutti hann bátinn og kom honum fyrir ínn á safninu með hjálp Jóhannesar Jóhannesarsonar, Ágústar Jóhannessonar og Karls Aspelundar sem kom til að kynna sér textílmuni safnsins með Dr. Láru Magnúsardóttur forstöðumanni fræðaseturs á Skagaströnd. Karl Aspelund er búinn að mæla upp reiðbúning Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Saurum í Miðfirði og rissa upp sniðteikningu. Á áætlun er að sýna reiðjakkann eða eftirlíkingu af honum hjá Sögusetur íslenska hestsins ef hann uppfyllir þær kröfur sem sýningastjóri gerir.
Karl er einnig búinn að líta á Skautbúning unninn af Margréti Sigurðardóttur prófastfrú fyrir Elínu Jónsdóttur á Skagaströnd. Þessi skautbúningur er balderaður með gyltu sérkennilegt munstur sem virðist vera af melgresi. Karl hefur ekki séð slíkt mynstur fyrr á Íslandi.
Á áætlun er að Benjamín Kristinsson frá Drögnum komi og mæli upp og teikni báta sem voru að koma í hús. Í framhaldi af því verða upplýsingar um báta safnsins sendar Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. |
Fleiri fréttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.