Kafarar heimsóttu Reykjaskóla
Sunnudaginn 6. september sl. komu kafararnir Björgvin Vídalín Arngrímsson og Arnoddur Erlendsson í heimsókn í Skólabúðirnar á Reykjum og notuðu veðurblíðuna til að kafa í sjónum við Reykjatangann. Fóru þeir fram með allri fjörunni bæði sunnan við Byggðasafnið og í Bótinni, þ.e. víkininni fyrir neðan smíðahúsið.
-Það kom þeim og okkur skemmtilega á óvart hversu mikið og fjölbreytt lífríkið er hér í sjónum við Reykjatanga. Þeir tóku bæði ljósmyndir og vídeómyndir með þar til gerðum neðansjávarmyndavélum sem við munum síðan nota við náttúrufræðikennsluna í Skólabúðunum, en stór hluti hennar er einmitt fjöruferðin þar sem nemendur skoða og kanna lífríki fjörunnar, segir á vefslíðu skólans. Eftir leiðangur þeirra hingað ákváðu þeira að koma aftur seinna og mynda þá meira og lengar út í Hrútafjörðinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.