Kaffi og knapamerki

Vetrarstarf Hestamannafélagsins Neista á Blönduósi er komið á fullt skrið og er í vetur m.a. boðið upp á nám í knapamerki 3. Fjórir unglingar nýta sér kennsluna og munu læra sitthvað í tamningu og þjálfun hrossa.

Í Reiðhöllinni verður boðið upp á kaffi á laugardagsmorgnum í vetur og er það einkar gott þegar kalt er úti og rækta þarf félagslegu tengslin.

Fleiri fréttir