Kaffihlaðborð um verslunarmannahelgina
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
29.07.2014
kl. 09.38
Hamarsbúð er fyrir norðan Hvammstanga við veg 711. Þar er einnig Hamarsréttin en hún er afar fallega staðsett. Húsfreyjur í Hamarsbúð er félagsskapur kvenna með það að markmiði að halda í hefðir og bjóða upp á hefðbundinn mat um leið og þær styrkja gott málefni í héraði. Húsfreyjurnar eru einnig þekktar fyrir árlegu svifðamessu sína í október.
Kaffihlaðborð með rjómapönnukökum, smurbrauði og öðru fjölbreyttu meðlæti að hætti Húsfreyjanna verður í Hamarsbúð á Vatnsnesi laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. ágúst nk.
Opið verður á milli kl. 12 og 18 báða dagana.
Verð kr. 2000 en kr. 800 fyrir 6 - 12 ára.
Verið velkomin í Hamarsbúð, Húsfreyjur.
/Fréttatilk.