Kaldavatnslaust á Hvammstanga á morgun
Kaldavatnslaust verður á Hvammstanga á morgun, miðvikudaginn 18. ágúst, klukkan 15:30, vegna endurnýjunar á stofnlögn frá vatnstanki.
Af þeim völdum verður sundlaugin á Hvammstanga lokuð á meðan þær framkvæmdir standa yfir.
Á vef Húnaþings vestra kemur fram að veitustjóri vonast til að aðgerðir taki fljótt af og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
/SMH
