Kampakátir Tindastólskrakkar á Stefnumóti KA um helgina

8.fl. kvenna fyrir innbyrðis leik þeirra á laugardaginn. MYND: Sunna Gylfadóttir
8.fl. kvenna fyrir innbyrðis leik þeirra á laugardaginn. MYND: Sunna Gylfadóttir

Það voru margir spenntir og glaðir krakkar úr knattspyrnudeild Tindastóls sem fóru með foreldrum sínum á Akureyri sl. laugardaginn því í Boganum var haldið glæsilegt fótboltamót sem kallast Stefnumót KA.

Þarna voru saman komnir krakkar úr 8.fl. kvk og karla, 7.fl kvk og karla og svo 6.fl. kvk og karla að spila fótbolta og átti Tindastóll ekki meira né minna en 17 lið á þessu móti. Krakkarnir úr Tindastól stóðu sig öll með prýði og voru sér og félaginu til sóma. Þegar síðasti leikurinn var flautaður af fengu allir krakkarnir pizzu og verðlaunapening fyrir að taka þátt og var ekki annað að sjá en að allir hafi farið sáttir og sælir heim eftir flottan dag á Akureyri.

Ef þú lumar á mynd síðan um helgina þá tökum við glöð við þeim á e-mailið nyprent@nyprent.is og bætum þeim inn í þessa myndamöppu:) 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir