Kennaranemar á Blönduósi
Á Óvitanum, vef fjölmiðlafræðinema við Grunnskólann á Blönduósi, er sagt frá því að við skólann starfi nú þrír kennaranemar sem starfi ýmist einir eða með öðrum kennurum. Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir, nemandi, skrifaði skemmtilega frétt um málið og við stálumst til þess að afrita hana hingað inn.
- Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir er ein af þessum kennaranemum og er hennar aðalgrein stærðfræði og er hún þess vegna hjá Lilju í stærðfræðitímum.
Sonja Suska er er aðallega kennari á miðstigi og er oftast í tímum með Hödda og Berglindi, hún kennir aðallega náttúrufræði og samfélagsfræðigreinar þó svo verkefni hennar flétti saman flestar námsgreinar.
Magdalena Margrét Einarsdóttir er íslenskunemi og er hún með bókmenntaverkefni í gangi í unglingadeild. 8. – 10. bekkur er eins og áður hefur komið fram, saman í ensku og íslensku og er bekkjunum skipt í tvo hópa. Magdalena er með verkefni sem byggjast á lestri Mýrarinnar, Spor í myrkri og Mávahláturs. Seinna munu svo lesendur Mýrarinnar horfa á myndina eftir Arnald Indriðason en Baltasar Kormákur leikstýrði og eins myndina Mávahlátur þeir sem lesa hana.
Magdalena og Rannveig munu starfa hér í tvær vikur en Sonja ætlar að vera hér til loka nóvember.