Kindin Droplaug snemma með lömbin sín
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
16.03.2009
kl. 09.33
Kindin Droplaug á bænum Sporði í Húnaþingi vestra bar þremur lömbum núna 13. mars s.l.. Þetta er dálítið merkilegt því að 18. mars í fyrra bar hún tveimur lömbum.
Friðbjörn Þorbjörnsson bóndasonur á Sporði segir að það sé engu líkara en náttúran hafi tekið málin í sínar hendur og stjórni þessari kind og hrútnum, því að líklega er þetta sami hrúturinn sem hefur stolist til hennar í bæði skiptin. Nú er bara spurning hvort hún komi með fjögur lömbað ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.