Kirkjuganga að Víðimýrarkirkju

Á sunnudaginn kemur verður gengið frá Arnarstapa að Víðimýrarkirkju. Gangan hefst kl 11:30 og gengið verður með ánni niður að kirkju og sagan rifjuð upp. Áætlað er að gangan taki um klukkustund. Eftir gönguna verður helgistund þar sem þakkað er fyrir uppskeru sumarsins.

Að helgistundinni lokinni býður sóknarnefnd til súpu á Löngumýri. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir kjósa að taka þátt í göngunni eða ekki.

Fleiri fréttir