Kiwanisklúbburinn Drangey færði íbúum á hjúkrunar- og dvalardeildum HSN spjaldtölvur

Karel Sigurjónsson, formaður Kiwanisklúbbsins Drangeyjar, og Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur. Aðsend mynd.
Karel Sigurjónsson, formaður Kiwanisklúbbsins Drangeyjar, og Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur. Aðsend mynd.

Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði ákváðu að láta íbúa á hjúkrunar- og dvalardeildum HSN á Sauðárkróki njóta góðgerðaverkefnis febrúarmánaðar 2019 en þann 13. mars sl. afhenti klúbburinn HSN fjórar spjaldtölvur með fylgihlutum til nota fyrir íbúa deildanna.

Um afhendinguna sá Karel Sigurjónsson, formaður, en með honum í för voru Bjarki Tryggvason gjaldkeri, Ómar Kjartansson, Steinn Ástvaldsson og Leó Viðar Leósson. Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur svæðis tók við spjaldtölvunum fyrir hönd HSN.

Fleiri fréttir