Kjarninn kemur út í fyrsta sinn í dag

Kjarninn, fyrsta stafræna fréttatímarit landsins, kom út klukkan 06:00 í morgun en það er útgáfufyrirtækið Kjarninn miðlar ehf. stendur að útgáfunni. Kjarninn kemur út í appi (smáforriti) fyrir iPad-spjaldtölvur og iPhone-snjallsíma og er aðgengilegt í App Store, en verður sömuleiðis öllum aðgengilegur í PDF-útgáfu á vefsíðu Kjarnans, www.kjarninn.is.  Ritstjóri Kjarnans er Þórður Snær Júlíusson.

Meðal efnis í fyrstu útgáfu Kjarnans:

·         Viðamikil úttekt á fyrirhuguðum viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna, sem munu skipta höfuðmáli við afnám gjaldeyrishafta.

·         Tveir fjárfestahópar frá Asíu, frá Hong Kong og Kína, munu á næstunni skila inn óskuldbindandi tilboðum í Íslandsbanka og fá aðgang að frekari gögnum um rekstur bankans.

·        Fyrsta ítarlega viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá því að hann tók við stjórnartaumunum. Hann tjáir sig í viðtalinu um mörg hitamál, svo sem stöðu þjóðarbúsins, afskriftir skulda heimila, Evrópusambandið og fleira.

·          Fjallað er um svarta leyniskýrslu PwC um Sparisjóðinn í Keflavík, og skýrslan birt í heild sinni á vef Kjarnans.

Fleiri fréttir