Kjötdagurinn mikli á Hvammstanga
Kjötdagurinn mikli var haldinn um helgina á Hvammstanga. Kaupfélag Vestur Húnvetninga bauð viðskiptavinum og öðrum gestum í grill í porti Kaupfélagsins.
Hátt í tvöhundruð manns komu í brakandi blíðu og gæddu sér á úrvals kjöti og meðlæti frá SKVH OG KVH á Hvammstanga en grillmeistararnir frá Cafe Síróp sáu um grillið.
Var haft á orði að nú mættu Dalvíkingar fara að vara sig með fiskidaginn sinn.
Hægt er að sjá fleiri myndir af skemmtuninni HÉR