Knattspyrnuleikir helgarinnar

Það verður nóg um að vera í boltanum á Norðurlandi vestra um helgina. Tveir leikir á Sauðárkróksvelli og einn á Hvammstangavelli.

1. deild karla: Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli tekur á móti liði Selfoss á Sauðárkróksvelli í kvöld, föstudaginn 15. ágúst kl. 19:00.

4. deild karla: Kormákur/Hvöt tekur á móti liði Elliða á Hvammtastangavelli á morgun, laugardaginn 16. ágúst kl. 14:00.

1. deild kvenna: Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tekur á móti liði Hauka á Sauðárkróksvelli á sunnudaginn, 17. ágúst kl. 14:00.

Fjölmennum á vellina og hvetjum okkar lið áfram!

Fleiri fréttir