Kökubasar í dag hjá fótboltastelpunum
feykir.is
Skagafjörður
08.02.2018
kl. 11.53
Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls verða með kökubasar í dag, fimmtudag, í anddyri Skagfirðingabúðar kl: 14:30. Samkvæmt heimildum Feykis verða á boðstólum dýrindis kökur, tertur og sitthvað smálegt með kaffinu.
Afrakstur basarsins rennur í ferðasjóð kvennaliðsins en ráðgert er að fara í æfingaferð til Spánar áður en langt um líður.
Allir hvattir til að koma tímanlega og krækja sér í gómsætt bakkelsi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.