Kolbrún Ósk valin í U17 landslið kvenna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.11.2014
kl. 13.41
Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna í knattspyrnu, hefur valið leikmenn í landslið Íslands sem leikur tvo vináttuleiki gegn Finnum 18. og 20. nóvember næstkomandi. Á meðal leikmanna er Kolbrún Ósk Hjaltadóttir, leikmaður meistaraflokks Tindastóls.
Fyrir mótið verðu æfingaleikur í Kórnum nk. laugardag og í Egilshöll á sunnudag.
Kolbrún eru meðal 18 stúlkna sem valdar voru og er hægt að sjá hópinn hér.