Kom foreldrum sínum skemmtilega á óvart með Íslandsheimsókn - Myndband

Skjáskot af Katrínu Lilju í myndbandinu góða.
Skjáskot af Katrínu Lilju í myndbandinu góða.

Katrín Lilja Kolbeinsdóttir Hansen kom foreldrum sínum hressilega á óvart þegar hún birtist á útidyratröppunum heima hjá þeim í Varmahlíð viku fyrir jól. Þau vissu ekki annað en dóttir þeirra yrði í Bretlandi yfir jólin þar sem hún stundar nám í handritaskrifum (e. scriptwriting) frá Bournemouth University. Eins og búast má við urðu viðbrögð foreldranna skemmtileg og allt tekið upp á vídeó.

Hlynur Hansen, eiginmaður Katrínar Lilju, er fjarnemi frá Háskóla Reykjavíkur þar sem hann leggur stund á tölvunarfræði. Hann fór til Íslands í nóvember síðastliðnum til að taka prófin og vinna sem leigubílstjóri en hann var svo til nýkominn aftur til Bretlands þegar Katrín flaug heim, svo hann ákvað að verða eftir. Hann á ættingja í Southampton og hyggst vera hjá þeim yfir jólin og plottið hjá Katrínu var að telja foreldrum sínum trú um það að hún yrði með honum þar. 

Hvað aðra fjölskyldumeðlimi varðar þá vissu aðeins nánustu ættingjar Katrínar af þessu og lögðu henni lið í prakkarastrikinu. „Leifur, tvíburabróðir pabba og hans fólk, Lauga systir pabba, og svo örfáir vinir mínir vissu af þessu. Öllum fannst þetta ferlega sniðugt hjá mér og mér fannst algjört æði hvað allir gátu haldið þessu leyndu,“ segir Katrín Lilja og óhætt er að taka undir með henni hvetja fólk til að horfa á myndbandið til enda.

Kom foreldrunum rækilega á óvart með því að birtast óvænt heima viku fyrir jól. Viðbrögð foreldranna í lokin eru kostuleg ;) Surprised my parents by showing up unexpected, week before Christmas. My parents reaction in the end is priceless ;)

Posted by Katrín Lilja Kolbeinsdóttir Hansen on 17. desember 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir