Kominn tími á nagladekkin, veturinn er kominn

Það er leiðinda norðan garri í morgunsárið en spáin gerir ráð fyrir að í dag verði norðan 15-23, en 13-18 síðdegis á morgun. Talsverð ofankoma. Hiti nálægt frostmarki. Næstu daga og í raun fram yfir helgi er frost og snjókoma í kortunum og því að líkindum kominn tími fyrir þá sem ætluðu að bíða og sjá að skella nú nagladekkjunum undir veturinn er kominn.

Vefur vegagerðarinnar er varðar færð á vegum liggur niðri í augnablikinu en miðað við veður og spá er óhætt að vara vegfarendur við að leggja í langferð á fjallvegi án þess að kanna vel færð og aðstæður áður en lagt verður í hann.

 

Fleiri fréttir