KONUKVÖLD KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS
Konukvöld körfuknattleiksdeilda Tindastóls verður haldið laugardagskvöldið 26. febrúar á Mælifelli þar sem fjölbreytt skemmtun verður í boði. Viðburðurinn er verkefni Völu Hrannar Margeirsdóttir, Gyðu Kristjánsdóttur og Söru Pálmadóttur, nemenda í Viðburðastjórnun í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Fjölbreytt skemmtun verður í boði, t.d. tónlistaratriði, tískusýning, Sigga Dögg kynfræðingur og síðast en ekki síst, glæsilegt happadrætti! Vinningar í happadrættinu eru meðal annars frá Flugfélaginu Erni, Birnu, M-design, Þjóðleikhúsinu, Oroblu, Maybelline, NordicaSpa, Sign, Þreksport, Capello, Móðins og Wanitu.
Aldurstakmarkið er 18 ár og kostar miðinn 1.500 kr en hann gildir sem happdrættismiði og óvæntur glaðningur fylgir hverjum miða meðan birgðir endast. Hægt verður að kaupa auka happadrættismiða á 500 kr. eða tvo miða á 700 kr.
Húsið opnar með fordrykk kl. 20:00 og dagskrá hefst kl. 20:30.