Körfuboltinn svífur hjá Tindastóli
Það verður í mörg horn að líta í körfunni á næstu dögum hjá Tindstælingum. Bikarleikir yngri flokka, deildarleikur í IEX-deildinni og drengjaflokki og svo Króksamótið í minnibolta. þegar þeir halda suður yfir heiðar og keppa við Hauka í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar kl. 20.15 að Ásvöllum. Strákarnir spila svo heima á sunnudaginn kl. 15.00 gegn Valsmönnum í Íslandsmótinu.
Verið er að reyna að setja bikarleiki 9. flokks stúlkna og stúlknaflokks á sunnudaginn fyrir sunnan. Leiktímarnir liggja ekki fyrir á þessari stundu en skýrast vonandi sem fyrst og verður þá frétt þessi uppfærð í samræmi við það.
Króksamótið í minnibolta verður síðan haldið á laugardaginn, en mótinu var frestað vegna veðurs í nóvember sl. Eitthvað færra verður af þátttakendum en áætlað var í nóvermber, en engu að síður er gert ráð fyrir því að 120 krakkar, frá 6-11 ára taki þátt. Mótið hefst kl. 11 og er áætlað að því ljúki kl. 16-17 eða þar um bil. Þátttakendur koma frá Hvammstanga, Skagaströnd og Akureyri auk okkar krakka.
Það er meistaraflokkurinn sem slær botninn í þessa körfuboltahelgi þegar þeir taka á móti Haukum í IEX-deildinni á sunnudagskvöldið. Haukarnir eru leik á undan Tindastóli í deildinni og sitja sem stendur í 5. sæti. Stjarnan er á milli liðanna í 6. sæti, með 12 stig eins og Haukar. Stjarnan á útileik gegn Fjölni í næstu umferð. Gríðarlega mikilvægt fyrir okkar menn að sigra og þurfum við smekkfullt Síki til að hjálpa til við það.
/Tindastóll