Kröfuganga gegn loftslagsbreytingum

Á morgun, föstudaginn 27. september klukkan 11:00, ætla nemendur 7. og 8. bekkjar í  Blöndskóla að  gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum. Það hyggjast þeir gera með því að sleppa því að mæta í skólann og fara í kröfugöngu. Með þessu eru krakkarnirað feta í fótspor sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg sem hefur nú í rúmt ár farið í skólaverkfall á föstudögum í þeim tilgangi að berjast gegn loftslagbreytingum.

Í tilkynninngu frá hópnum er óskað eftir þátttöku almennings í göngunni. Þar segir:

„Við þurfum hjálp svo við erum að vonast til þess að þið væruð til í að koma í kröfugönguna með okkur. 
Við munum ganga frá skólanum, upp í sjoppu, niður í búð og svo út á sveitarstjórnarskrifstofu og aftur í skólann.
Fullorðnir mega gjarnan vera með!
Kv. 7. og 8. bekkur"

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir