Króksblóti 2022 aflýst

Það verður eitthvað lítið um að vera á sviðinu í íþróttahúsinu á Króknum þennan þorra. Mynd af Facebooksíðu Króksblóts.
Það verður eitthvað lítið um að vera á sviðinu í íþróttahúsinu á Króknum þennan þorra. Mynd af Facebooksíðu Króksblóts.

Þá er það ljóst að Króksarar fá ekki þorrablótið sitt í ár frekar en í fyrra þar sem búið er að aflýsa Króksblóti 2022 vegna samkomutakmarkana.

Það er árgangur 1968 sem heldur um stjórnartaumana og hefur gert frá því að hann tók við á Króksblóti 2020. Ljóst er að met þeirra verður seint slegið að reyna að koma blótinu á þrjú ár í röð. En vonandi líður kórónuveiran undir lok svo hægt verði að blóta sem fyrr að ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir