Króksmót Tindastóls haldið í 28. sinn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
08.08.2014
kl. 20.46
Króksmót Tindastóls er nú haldið í 28. sinn á Sauðárkróki um helgina. Spilað er í sjö manna bolta í 5. flokki en fimm manna bolta í 6. og 7. flokki.
Jón Jónsson og Auddi verða á Króksmótinu og sjá um að skemmta mótsgestum á kvöldvökunni á laugardagskvöldinu og kannski uppgötva þeir leynda hæfileika hjá keppendum.
Sundlaugarnar á Sauðárkróki, í Varmahlíð og á Hofsósi munu svo bjóða þeim sem bera keppnisarmband mótsins frítt í sund á meðan á mótinu stendur.
Hér má sjá leikjaplan mótsins.