KS nýr þjónustuaðili Brimborgar
feykir.is
Skagafjörður
07.02.2019
kl. 08.04
Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Brimborgar og bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkrók. Kaupfélag Skagfirðinga er nýr þjónustuaðili Brimborgar á Norðurlandi. Bifreiðaverkstæði KS er með því orðinn viðurkenndur þjónustuaðili fyrir öll fólks- og sendibílamerki Brimborgar: Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot.
Með samningi þessum eykst þjónusta Brimborgar við viðskiptavini okkar á Norðurlandi en salan á merkjum Brimborgar hefur aukist mikið undanfarin ár á þessu svæði og eiga viðskiptavinir að geta sótt sér alla þjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðila í heimabyggð. Starfsmenn bifreiðaverkstæðis KS munu taka fagnandi á móti ykkur.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.