KS vill byggja sjálfvirka bílaþvottastöð á Sauðárkróki
Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar þann 18. september síðastliðinn var tekin fyrir ósk frá Kaupfélagi Skagfirðinga um að fá úthlutað lóð við Borgarflöt 33 á Sauðárkróki. Hugðist KS koma upp á lóðinni sjálfvirkri bílaþvottastöð sem nýtast mundi fyrirtækinu og almenningi. Skipulagsnefnd samþykkti samhljóð að hafna umsókninni á þeim forsendum að umrædd lóð hafi ekki verið stofnuð né auglýst laus til úthlutunar.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Svanberg Óskarsson ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna en það er Svanberg Óskarsson sem tekur við Lengjudeildarliði Stólastúlkna. Fram kemur í tilkynningu frá kkd. Tindastóls að Svanberg hefur síðastliðin ár þjálfað utan landssteinanna en hann hefur þjálfað hjá Fortuna Hjörring í Danmörku og núna síðast starfaði hann hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum.Meira -
Fjárhagsáætlun 2026-2028 samþykkt
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt fjárhagsáætlun 2026-2029. A-hluti sveitarfélagsins skilar rúmlega 55 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu, og samstæðan í heild skilar 91 milljón króna jákvæðri afkomu. Tekjur ársins 2026 eru áætlaðar 1.096 milljónir króna, reksturinn er stöð-ugur og veltufé frá rekstri sterkt, eða 170 milljónir króna. Það gerir sveitar-félaginu kleift að halda áfram mikilvægum fram-kvæmdum án þess að taka lán. Skuldir sveitarfélagsins við lánastofnanir nema 73 mkr.Meira -
Bókasöfn án framtíðar | Kristín S. Einarsdóttir skrifar
Í 43. tölublaði Feykis sl. miðvikudag birtist grein eftir fimmmenninga sem lýsa þar yfir vonbrigðum sínum með að ekki skuli gert ráð fyrir tónlistarsal og tónlistarkennslu í nýju Menningarhúsi sem áformað er að byggt verði við Safnahús Skagfirðinga við Faxatorg. Síðan hafa fleiri komið fram á ritvöllinn af sama tilefni. Á því hef ég ákveðinn skilning og ber mikla virðingu fyrir framlagi greinarritara og alls tónlistarfólks til skagfirskrar menningar. Jafnvel þótt mér sé sjálfri frámunað að halda lagi eða leika á hljóðfæri hef ég ánægju af tónlist og fer oft á tónleika. Hins vegar olli mér vonbrigðum að þeir fimmmenningarnir skyldu nota tækifærið til að kveða upp hálfgerðan dauðadóm yfir starfsemi bókasafna.Meira -
Ágætt veður í kortunum en snjóar eitthvað í nótt
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 16.11.2025 kl. 16.16 oli@feykir.isEkki er annað að sjá í veðurspám en það verði áframhald á tiltölulega stilltu og tíðindalitlu vetrarveðri út vikuna. Þó er gert ráð fyrir snjókomu eða slyddu aðfaranótt mánudags en rigningarskúrum eða slyddu fram eftir morgni. Vindur alla jafna hægur en á fimmtudag hlýnar og má reikna með rigningarveðri á fimmtudag og föstudag.Meira -
Ásgeir Trausti lofar nokkrum jólalögum á sínum tónleikum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni 16.11.2025 kl. 15.55 oli@feykir.isÞað styttist í jólin en í dag er hálfur mánuðu í að aðventan hefjist. Fólk deilir nú um hvort leyfilegt sé að hefja spilun.á jólalögum. Og fyrst minnst er á jólalög þá styttist að sjálfsögðu í alls konar jólateónleika. Jólin heima, þar sem ungt og frábært skagfirskt tónlistarfólk treður upp með glæsilega dagskrá í Miðgarði verða með eina tónleika en í tilkynningu á Facebook-síðu tónleikanna segir að fella hafi þurft niður aukatónleikana, sem bætt hafði verið við, af óviðráðanlegum orsökum.Meira
