Kvenfélagið Framtíðin í Fljótum fagnar 80 ára afmæli

Mynd af Facebooksíðu viðburðarins.
Mynd af Facebooksíðu viðburðarins.

Kvenfélagið Framtíðin í Fljótum var stofnað árið 1939 og varð því 80 ára síðastliðið vor. Í tilefni þessara tímamóta ætla kvenfélagskonur að bjóða til samsætis á Ketilási á morgun, sunnudaginn 1. desember og hefst dagskrá klukkan 14:00.

Á dagskrá verður söngur, upplestur, ágrip úr sögu félagsins og fleira.

Alllir eru hjartanlega velkomnir og vonast kvenfélagskonur til að sem flestir sjái sér fært að líta við og gleðjast með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir